Skilmálar

Söluaðili er Fiskur dagsins / sv veitingar sf, kt. 680616-2050 

Pöntun á Fisk dagsins 
Þegar þú ert búinn að leggja inn pöntun á heimsíðunni okkar og búinn að ganga frá greiðslu á síðunni þá upphæðin tekin strax út.
Varan er svo afhent á tilteknum tíma og stað.
Ekki er hægt að fara í fasta áskrift að svo stöddu en vonandi verður það klárt hjá okkur fljótlega.

Breytingar á pöntun
Hægt er að breyta pöntun með því að senda okkur tölvupóst á
pantanir@fiskurdagsins.is og við bregðumst við eins fljótt og hægt er.

Breytingar á innihaldi
Breytingar á innihaldi geta átt sér stað með litlum fyrirvara og munum við þá tilkynna það á heimsíðunni okkar. Það orsakast þá helst af því að fiskurinn sem við höfðum i huga er ekki í þeim standard sem við óskum eftir eða fáum óvænt betra hráefni í hendurnar. Meðlætið ætti þó að vera það sama sem auglýst var.

Ósóttur fiskur dagsins
Ef af einhverjum ástæðum ekki sé hægt að sækja Fisk dagsins þá
vinsamlegast sendið okkur tölvupóst og við munum bregðast við eins fljótt og hægt er með að breyta dagsetningu eða senda næst virkan daga.

Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar í vikunni eftir að pantað er. Fiskur dagsins afgreiðir pantanir á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum.
Almennt eru pantanir eru sóttar i kælpósthólf hjá Pikkoló sem er opið allan sólarhinginn (Sjá nánar á https://www.pikkolo.is/) en starfmenn ákveðinna fyrirtækja geta sótt i lok vinnudags í sinni
vinnustöð.

Verð á vöru
Öll verð eru með inniföldum 11% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram, ef valið er að sækja í Pikkolo. Ekkert aukalegt gjald er tekið ef valið er að sækja pöntun í starfstöð viðkomandi fyrirtækja. Verð geta breyst fyrirvaralaust.

Trúnaður  
Seljandi heitir kaupanda trúnaði um þær upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila nema annað komi sérstaklega fram.

Persónuverndarstefna
Fiskur dagsins er annt um friðhelgi einstaklinga og tekur persónuvernd alvarlega. Við leggjum áherslu á á að meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf.

Lög og varnarþing 
Ef ágreiningur rís vegna vafaatriða tengda skilmálum þessum milli
viðskiptavinar og Fiskur dagsins skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.